Heilsuefling hefst á ný

Það gleður okkur að segja frá því að heilsuefling hefst á ný í lok september.

Vatnsleikfimi og líkamsrækt á Bjargi hefjast 21. og 22. september og hvetjum við alla þá sem hafa áhuga að nýta sér tímana. Sjá nánar í viðburðadagatali félagsins.

Vatnsleikfimi fyrir krabbameinsgreinda

Sigrún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari, leiðir vatnsleikfimi fyrir krabbameinsgreinda tvisvar í viku. Léttar æfingar sem hver og einn getur gert eftir sinni getu. 

Hvar: Sundlaug Akureyrar - innilaug
Hvenær: mánudaga og miðvikudaga kl. 15:00-16:00 
Skráning: Ekki er skylda að skrá sig fyrir fyrsta tíma, það er nóg að mæta og fá nánari upplýsingar hjá Sigrúnu, einnig er hægt að senda henni fyrirspurn á netfangið bjorkinheilsa@gmail.com 

Hreyfing – heilsa – vellíðan

Líkamsrækt á Bjargi þar sem áhersla er lögð á að byggja upp líkamlega heilsu, hentar einstaklingum sem eru í eða hafa lokið meðferð við krabbameini.
Unnið er með styrk, þol og jafnvægi.

Hvar: Bjarg - Bugðusíðu 1. 
Hvenær: þriðjudaga og föstudaga kl.09:00 - 09:50 
Skráning: Beiðni frá lækni eða almenn beiðni í sjúkraþjálfun gildir. Nánar í síma 462-6888.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá með því að hringja í þjónustumiðstöð Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis í síma 461-1470. 

Með kveðju, starfsfólk