Helga hjá Blikkrás færði félaginu peningjagjöf

Helga Eymundsdóttir afhenti gjöfina í þjónustumiðstöð félagsins
Helga Eymundsdóttir afhenti gjöfina í þjónustumiðstöð félagsins

Í dag færði Helga Eymundsdóttir félaginu peningagjöf að upphæð 136.000 kr. fyrir hönd Blikkrás, en í október láta þau ágóða af sölu bleikra skóhorna renna í starfsemi félagsins. Akureyringar þekkja flestir til Blikkrás og eflaust margir sem eiga skóhorn úr smiðju þeirra, en við búum einmitt svo vel að eiga slíka gæðasmíð hér í forstofu þjónustumiðstöðvarinnar.

Undanfarin ár hefur Blikkrás stutt dyggilega við Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis með þessum hætti og hefur alls fært félaginu 724.000 kr. að gjöf. Það vermir hjartað að vita til þess að víða um bæjinn hangi fallega bleik skóhorn í forstofum, bílskúrum eða fyrirtækjum og minni á málstað félagsins. Við þökkum öllum þeim sem hafa stutt við okkur með því að versla skóhorn af Blikkrás í október.

Stjórn og starfsmenn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis þakka Blikkrás hjartanlega fyrir framtakið og þeirra framlag.