Hlíðarskóli styrkir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

Nemendur Hlíðarskóla ásamt Kristni, Maron og Valdimar.
Nemendur Hlíðarskóla ásamt Kristni, Maron og Valdimar.

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fékk á dögunum ansi skemmtilegann styrk.

En nemendur við Hlíðarskóla á Akureyri ákváðu að styrkja félagið í árlegu áheitahlaupi sem er partur af þemadögum skólans.

Nemendurnir hlupu eins og fætur toguðu, það gekk (og hljóp) eins og í sögu!

Alls söfnuðust 122.000 krónur sem nemendur afhentu félaginu.

Við þökkum þessum glæsilegu krökkum kærlega fyrir styrkinn og metnaðinn í þessu flotta verkefni.

 

Maron Björnsson stjórnarmaður KAON og Valdimar Heiðar Valsson skólastjóri Hlíðarskóla.

 

Nemendur Hlíðarskóla - Áheitahlaup.