Stuðningshópur fyrir konur sem hafa greinst með krabbamein byrjar aftur 1. september

Stuðningshópurinn Skapandi handverk og spjall byrjar aftur 1. september eftir sumarfrí en hópurinn er fyrir konur sem hafa greinst með krabbamein. Hópurinn hittist á fimmtudögum og er fyrsti hittingurinn í húsnæði félagsins að Glerárgötu 34 frá kl. 13.30-15.30. Í fyrsta tímanum munum við kynna planið fyrir haustið svo við viljum endilega fá sem flesta. Við erum með frábæra sjálfboðaliða sem munu leiða hópinn áfram eins og áður. 

 

Það þarf ekki að skrá sig í hópinn en við hvetjum nýjar konur til að mæta og hringja í okkur ef einhverjar spurningar eru í síma 461-1470.

 

Konur eru hvattar til að hafa með sér handavinnu.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

*Það verður breyting á húsnæði hópastarfsins sem verður kynnt á fimmtudaginn.