Hörður færir félaginu styrk

Þórunn Sif stjórnarmaður, Hörður og Erna.
Þórunn Sif stjórnarmaður, Hörður og Erna.

Hörður Óskarsson hefur seinustu fimm ár fært Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk til minningar um bróður sinn Sigurð Viðar Óskarsson, en hann lést úr krabbameini árið 2010. Hörður smíðar fallegt skart úr gamalli mynt sem hann selur undir merkjum Mynthringar og allskonar á Facebook. Hann hefur smíðað slaufumen úr myntinni sem hafa fengið frábærar móttökur og hluti af ágóðanum rennur til félagsins.

Í ár var styrkurinn frá Herði 300.000 þúsund krónur og kom hann og afhenti styrkinn á afmælisdegi bróður síns, 25. nóvember.

Í heildina hefur Hörður fært félaginu rúmlega 1.3 milljónir króna.

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa slaufu geta komið til okkar á skrifstofuna eða heyrt í Herði á facebook.

Stjórn og starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis þakkar Herði kærlega fyrir stuðninginn í gegnum árin.