Hörður kom færandi hendi í tilefni stórafmælis bróður síns

Hörður Óskarsson afhendir Maríu Rut Dýrfjörð, markaðsstjóra félagsins, gjöfina.
Hörður Óskarsson afhendir Maríu Rut Dýrfjörð, markaðsstjóra félagsins, gjöfina.

Í dag barst félaginu falleg gjöf í minningu Sigurðar Viðars Óskarssonar, en hann lést úr krabbameini árið 2010.

Það var Hörður Óskarsson, bróðir Sigurðar, sem kom færandi hendi og gaf félaginu peningagjöf að upphæð 230.000 kr. Það leikur allt í höndunum á Herði, en hann smíðar fallegt skart úr gamalli mynt sem hann selur undir merkjum Mynthringar og allskonar á Facebook. Síðastliðin þrjú ár hefur Hörður smíðað slaufumen úr myntinni og gefið hluta af ágóðanum til félagsins í minningu Sigurðar, en samtals hefur Hörður fært félaginu 780.000 kr.

Í dag hefði Sigurður orðið sextugur og sendum við fjölskyldu hans okkar bestu kveðjur af því tilefni. Herði þökkum við hjartanlega fyrir framlagið og fyrir að hjálpa okkur að vekja athygli á málstað félagsins.

Með bestu kveðjum og kærum þökkum, stjórn og starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.

Myndir með fréttinni eru af facebooksíðu Mynthringar og allskonar