Hvíldarhelgi í Mývatnsveit 20. - 21. apríl 2024

Hvíldarhelgi í Mývatnsveit 20. - 21. apríl 2024

​Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður upp á hvíldarhelgi í Mývatnsveit 20.-21. apríl.

Helgin er fyrir einstaklinga sem eru með krabbamein eða hafa nýlokið meðferð, í boði er að taka með sér aðstandenda. 

Áhersla er á að gefa fólki tíma til að hlaða batteríin og eiga notarlega samverustund.

 

Innifalið

  • Dvöl á Sel Hótel Mývatnsveit í eina nótt.
  • Miðdegishressing.
  • Tveggja rétta kvöldverður á laugardagskvöldinu.
  • Morgunverðarhlaðborð.
  • Aðgangur að heitum pott og sauna.
  • Aðgangur í Jarðböðin.

 

Þátttökugjald er 5.000 krónur á mann, greiðist við skráningu.

Takmarkað pláss er í ferðina.

*Ferðin er háð þátttöku, ef ekki næst nægileg þátttaka verður ferðin feld niður.

Einstaklingar þurfa að koma sér sjálfir á staðinn en hægt er að hafa samband við félagið ef einhverjum vantar far.

Til þess að skrá sig er hægt að senda póst á kaon@krabb.is eða hringa í síma: 461-1470. Gefa þarf upp fullt nafn/nöfn, símanúmer og netfang. Frekari upplýsingar verða gefnar upp við skráningu.