KAON hlýtur tvær styrkúthlutanir frá Norðurorku

Halldóra Björg, framkvæmdastjóri KAON, tekur við öðrum styrknum frá forstjóra Norðurorku, Helga Jóha…
Halldóra Björg, framkvæmdastjóri KAON, tekur við öðrum styrknum frá forstjóra Norðurorku, Helga Jóhannessyni.

Krabbameinsfélag Akureyrar og Nágrennis hlaut styrki frá Norðurorku til að halda tvö málþing.

Miðvikudaginn 8. janúar úthlutaði Norðurorka styrkjum til samfélagsverkefna. Markmiðið með styrkjum Norðurorku hf. er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi. Krabbameinsfélag Akureyrar og Nágrennis hlaut styrki til að halda tvö málþing, annars vegar í mars og hinsvegar í október.

Þann 5. mars mun félagið halda í annað sinn málþingið Karlmenn og Krabbamein hvers markmið er að fræða karlmenn um algeng einkenni krabbameina og auka vitundarvakningu um krabbamein hjá körlum. Í október verður svo haldið sambærilegt málþing um krabbamein í konum með áherslu á BRCA 1 og BRCA 2 genastökkbreytingar.

Það er kærkomið fyrir félagið að fá styrk fyrir málþingunum enda er eitt af meginverkefnum félagsins að halda uppi fræðslu og forvörnum gegn krabbameini. Við kunnum Norðurorku bestu þakkir fyrir styrkja okkur í því góða starfi sem við sinnum í þágu samfélagsins.

Katrín tekur við styrk fyrir hönd KAON

 Katrín, hjúkrunarfræðingur félagsins, tekur á móti hinum styrknum fyrir hönd KAON.