Katrín Ösp lætur af störfum hjá félaginu, Jenný tekur við

Jenný og Katrín
Jenný og Katrín

Katrín Ösp hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi, sem starfað hefur hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis og Ráðgjafarþjónstunni undanfarin fimm ár lét af störfum núna um mánaðarmótin maí/júní.

Katrín hefur meðal annars sinnt ráðgjafarhlutverki, Eirbergsþjónustu og verkefnastjórnun innan félagsins. Eins hefur Katrín átt stóran þátt í að móta námskeið, fræðslu, málþing og koma fram opinberlega fyrir hönd félagsins.

Félagið og skjólstæðingar þess eru ótrúlega þakklátir fyrir hennar starf í gegnum tíðina og óskum við henni góðs gengis á nýjum vettvangi. En Katrín hefur hafið störf hjá fyrirtækinu Heilsu- og sálfræðiþjónustan.

Þrátt fyrir mikinn missi af Katrínu fær félagið frábæran nýjan starfskraft í hennar stað. Það er hjúkrunarfræðingurinn Jenný Valdimarsdóttir. Jenný hefur undanfarin ár starfað sem hjúkrunarfræðingur á almennu göngudeildinni á SAK. Hún hefur því góða og mikla reynslu á þessu sviði.

Við bjóðum Jenný hjartanlega velkomna til starfa.

Með kveðju stjórn og starfsmenn Krabbameinsfélags Akureyra og nágrennis.