Kransanámskeið
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis í samstarfi við Ölmu Lilju Ævarsdóttur blómahönnuð og eiganda blómaverkstæðisins Salvíu bjóða upp á kransanámskeið.
Þátttakendur fá aðstoð og kennslu við að binda sinn eigin krans og verða fær um að gera sína eigin kransa. Hráefni í krans er innifalið í námskeiðinu og þátttakendur fara heim með sinn krans í lok námskeiðs.
Efniskostnaður er 5.000 kr.
Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem greinst hafa með krabbamein.
Í boði verða léttar veitingar.
Tvö námskeið:
Þriðjudaginn 9. desember kl. 16:00-19:00. - Tvö laus pláss!
Miðvikudaginn 10. desember kl. 16:00-19:00.
Hvar: Skrifstofu félagsins, Glerárgötu 34.
Skráning: á kaon@krabb.is eða í síma: 461-1470.