Lengri opnunartími KAON

Við hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis tilkynnum að frá og með 1. september mun opnunartíminn á skrifstofunni verða lengdur frá því að vera frá kl.13:00-16:00 í 10:00-16:00, mánudaga til fimmtudaga.

Ákveðið var að lengja opnunartímann vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustu félagsins. Með þessu móti vonumst við eftir því að geta komið sem best til móts við þarfir notandans.

Verið velkomin til okkar í Glerárgötu 34, 2. hæð.