Lífið eftir krabbamein - fræðsluerindi

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður upp á fræðsluerindið „lífið eftir krabbamein“. Lóa Björk Ólafsdóttir ráðgjafi frá Krabbameinsfélaginu flytur erindið sem ætlað er fólki sem greinst hefur með krabbamein.

Í erindinu verður fjallað um þær líkamlegu og andlegu áskoranir sem oft mæta fólki eftir að krabbameinsmeðferð lýkur.

Erindið verður fimmtudaginn 16. maí kl. 17:00 á Amtsbókasafninu á Akureyri, Brekkugötu 17.

Léttar veitingar í boði og allir velkomnir!