Styrkur frá Lionsklúbb Akureyrar

Arna Jakobsdóttir varaformaður Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis tók við styrknum
Arna Jakobsdóttir varaformaður Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis tók við styrknum
 
Lionsklúbbur Akureyrar er góður bakhjarl Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og hefur stutt félagið seinustu ár. Á dögunum var Lionsklúbbur Akureyrar með styrkafhendingarathöfn þar sem átta félagasamtök fengu styrk og var Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis eitt þeirra félaga. Styrkinn var upp á 240.000 krónur og mun nýtast félaginu vel. 
 
Hér er hægt að fylgjast með Lionsklúbb Akureyrar á Facebook ef fólk vill sjá hvaða frábæra starf er í gangi þar. 
 
Takk Lionsklúbbur Akureyrar
 

Með kærri kveðju, stjórn og starfsmenn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.