Lionsklúbburinn Hængur styrkir starfið

Frá afhendingu styrksins, mynd fengin af Facebook síðu Hængs.
Frá afhendingu styrksins, mynd fengin af Facebook síðu Hængs.

Lionsklúbburinn Hængur styrkir starfið

Það var ánægjulegt að taka á móti þeim Herði Óskarssyni, formanni Lionsklúbbsins Hængs, og Hjálmari Árnasyni, formanni verkefnanefndar klúbbsins í síðustu viku. Tilefni heimsóknarinnar var afhending Hængsfélaga á styrkjum til nærsamfélagsins, en Hörður og Hjálmar færðu Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk að upphæð 150.000 kr. 

Í gegnum tíðina hafa félagar í Lionsklúbbnum Hæng staðið dyggilega við þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra með fjárframlögum til félagsins. Stuðningur þeirra gerir okkur kleift að veita stuðning og fræðslu til fólks á erfiðum tíma í lífi þess og er það ómetanlegt.

Við þökkum Lionsklúbbnum Hæng fyrir þeirra framlag til samfélagsins og stuðninginn í gegnum árin. 

Með kærri kveðju, stjórn og starfsmenn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.