Nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga stigu á stokk

Skjáskot frá tónleikunum af YouTube
Skjáskot frá tónleikunum af YouTube

Nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga héldu á dögunum góðgerðartónleika til styrktar félaginu. Viðburðurinn var lokaverkefni í áfanganum Skapandi tónlist og þemað jólasöngvar í bland við klassíska smelli. Tónleikunum var streymt í gegnum YouTube frá sal skólans og var öllu tjaldað til.

Flytjendur á tónleikunum voru þau; 
Amalía Þórarinsdóttir, söngur
Helena Reykjalín Jónsóttir, söngur
Hörður Ingi Kristjánsson, píanó og hljómborð
Júlíus Þorvaldsson, gítar og söngur
Mikael Sigurðsson, bassi
Tryggvi Þorvaldsson, gítar og söngur
Kristján Már Kristjánsson, trommur

Þeir Júlíus og Tryggvi eru synir Önnu Huldar Júlíusdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, en hún varð fimmtug daginn sem tónleikarnir voru haldnir. Að því tilefni hélt hún stutt erindi á tónleikunum um mikilvægi félagsins og þakkaði í framhaldinu tónlistarfólkinu unga fyrir þeirra framlag. Á meðan tónleikunum stóð voru millifærsluupplýsingar á skjánum fyrir frjáls framlög frá áhorfendum og safnaðist alls 450.000 meðan á tónleikunum stóð. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á upptöku af tónleikunum.  

Við óskum tónlistafólkinu til hamingju með vel heppnaða tónleika, skemmtilegt lagaval og faglega framkomu, ykkar framlag skiptir miklu máli og þökkum við hjartanlega fyrir það. 

Með góðri kveðju og þakklæti, stjórn og starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.