Norðan - Kraftur - Minnisnámskeið

Einbeiting og minni – minnisnámskeið fyrir NorðanKraft verður haldið föstudaginn 16.nóvember í húsnæði KAON.

Námskeiðið  er ætlað þeim sem hafa áhyggjur af minni sínu í kjölfar veikinda en einnig þeim sem vilja fræðast um minnið og læra að nýta sér mismunandi minnistækni. Á námskeiðinu er veitt fræðsla um einbeitingu og minni. Farið er í hvaða þættir geta haft áhrif og hvað við getum gert til þess að bæta einbeitingu og minni.

Leiðbeinandi er Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur Krafts og Ráðgjafarþjónustunnar.