Fjarnámskeið: Núvitund og samkennd

Í október er í boði fjarnámskeið, Núvitund og samkennd. Á námskeiðinu verða kenndar ýmsar grunnæfingar í núvitund og samkennd. Við lærum að tileinka okkur leiðir til að sýna okkur meiri mildi og skilning þegar eitthvað bjátar á í stað gagnrýni. Núvitundin hjálpar okkar að ná meiri hugarró og njóta betur líðandi stundar. Námskeiðið er fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og einnig aðstandendur. 

Fjarnámskeiðið hefst 18. október og er fimm skiptivikulega á þriðjudögum kl. 13:00 -15:00. Ekkert þátttökugjald.

Leiðbeinandi er Anna Dóra Frostadóttir klínískur sálfræðingur.

  • Skráning á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040
  • Fyrir frekari upplýsingar má hringja í Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis í síma 461 1470.