Núvitundarnámskeið með áherslu á þreytu og verki

Núvitundarnámskeið með áherslu á þreytu og verki fyrir einstaklinga í krabbameinsmeðferð eða þá sem greinst hafa með krabbamein á síðastliðnum tveim árum

Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Núvitund er viðurkennt meðferðarform og hefur verið sýnt fram á að núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð, ásamt því að vera gagnleg mörgum við verkjavanda.

Námskeiðinu er skipt upp í fræðslu, hugleiðsluæfingar og umræður um núvitund og hvernig þátttakendur geti nýtt sér hana í daglegu lífi. Meðal annars með tilliti til algengra einkenna sem fólk sem hefur greinst með krabbamein er að takast á við eins og þreytu og verki. Einnig verður unnið með hvernig núvitund getur gagnast til að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.

Fyrirkomulag: Einu sinni í viku, á mánudögum, hefst 8. mars og lýkur 19. apríl (5. apríl fellur niður vegna páska) sex skipti í heildina. Frá Kl. 16:15 - 17:45.

Staðsetning: Þjónustumiðstöð Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, Glerárgötu 34, 2. hæð.

Kennarar: Aðalheiður Sigfúsdóttir og Kristín Viðarsdóttir sálfræðingar.

Verð: Námskeiðið kostar 5.000 krónur á mann.

Skráning: Á kaon@krabb.is eða í síma 461-1470. Gefa þarf upp fullt nafn, netfang og símanúmer. Takmarkað pláss í boði.

Námskeiðið er auglýst með þeim fyrirvara að það falli niður ef ekki næg þátttaka næst og að ef aðstæður í þjóðfélaginu breytast verði því frestað.

 

Námskeiðið er styrkt af Lýðheilsusjóð og Velunnurum Krabbameinsfélagsins.