Oddfellowstúkan Sjöfn kom færandi hendi fyrir jól

Oddfellowstúkan Sjöfn kom færandi hendi fyrir jól
Oddfellowstúkan Sjöfn kom færandi hendi fyrir jól

Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis barst þann 23. desember 300.000 króna peningagjöf frá Oddfellowstúkunni Sjöfn.

Það voru þeir Jóhannes og Gunnþór sem færðu Halldóru, framkvæmdastjóra KAON, þessa höfðinglegu gjöf fyrir hönd Líknarsjóðs Sjafnar. 

Jóhannes er yfirmeistari Sjafnar en Gunnþór formaður líknarsjóðsnefndar Sjafnar.

Við þökkum Oddfellowstúkunni Sjöfn kærlega fyrir að hafa okkur í huga. Þessi gjöf mun koma sér vel í stuðningi við ungt fólk með krabbamein, en það er málefnið sem upphæðin rennur til.