Óskað er eftir um­sókn­um um styrki úr Vísinda­sjóði Krabba­meins­félags­ins

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 4. mars kl. 16.00. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. 

Fjölbreytt rannsóknarverkefni eru styrkt af Vísindasjóðnum. Á síðustu tveimur árum hefur 98 milljónum króna verið varið í rannsóknir á vegum sjóðsins. Framlag þeirra er mikilvægt á fjölbreyttum vettvangi, t.a.m. fyrir þróun meðferðarúrræða, betri meðferð barna og andlega heilsu og lífsgæði sjúklinga. Nánar er fjallað um rannsóknirnar á síðu sjóðsins.

Nú er óskað eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum í þriðja sinn

  • Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og aðrar upplýsingar er að finna hér
  • Umsóknarfrestur er til mánudagsins 4. mars nk. kl. 16:00
  • Umsóknir skal senda rafrænt á visindasjodur@krabb.is
  • Hámarksupphæð styrks er 10 milljónir króna
  • Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel tilgang og úthlutunarreglur sjóðsins

Stofnfé sjóðsins eru styrkir og gjafir frá almenningi og fyrirtækjum um allt land. Við þökkum öllum velunnurum félagsins. Með ykkar stuðningi varð stofnun sjóðsins að veruleika.