Póstleiðin á aðventu 2023

Á aðventu 2023 mun Einar Skúlason ganga gömlu póstleiðina frá Seyðisfirði til Akureyrar með jólakort og jólakveðjur til fólks og fyrirtækja á Akureyri í farteskinu til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.

Jólakortið, sem sýnir útlínur Herðubreiðar, er hannað af listamanninum Lindu Guðlaugsdóttur og er það hennar framlag til söfnunarinnar.

Vegalengd gönguleiðarinnar er ca 280 km og þar sem allra veðra er von og auk þess svartasta skammdegið þá er gert ráð fyrir að gangan taki 12-16 daga. Það fer eftir veðri og færð hversu hratt verður farið. Einar gengur með gervihnattasendi á sér sem sendir staðsetningu með reglubundnu millibili og þannig getur hann einnig verið í sambandi ef eitthvað bjátar á. 

Einar gengur með allt á bakinu og mun tjalda þegar ekki býðst að gista í húsi. Meðal viðkomustaða verða Egilsstaðir, Fjallssel ofan Fellabæjar, Skeggjastaðir og Skjöldólfsstaðir í Jökuldal, Sænautasel á Jökuldalsheiði, Möðrudalur á Fjöllum, Reykjahlíð í Mývatnssveit, Arndísarstaðir og Fosshóll í Bárðardal, Ljósavatnsskarð, Sigríðarstaðir, mynni Fnjóskadals, yfir Vaðlaheiði og endað á Akureyri fyrir jól. 

Hægt verður að fylgast með á korti hvernig ferðinni miðar á Facebook síðu viðburðarins: https://www.facebook.com/postleidin/ 

 

Hægt er að senda hvatningar- og jólakveðju sem birtist á þessari síðu. Frjáls framlög eru með slíkum kveðjum. 

Ef senda á jólakort sem fer í bakpokann hans Einars þá kostar það kr. 15.000 fyrir einstaklinga og kr. 50.000 fyrir lögaðila (fyrirtæki).

Athugið að viðtakandi þarf að vera á Akureyri eða í næsta nágrenni.

Kortið verður svo borið heim til viðkomandi fyrir jól. Það þarf að klára að panta jólakort fyrir 1. desember og við munum skrifa á kortið fyrir hönd þess sem kaupir.

 

Greiðslur fara þannig fram að millifært er á eftirfarandi reikning í eigu Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis: Rn: 0302-13-301557 kt:520281-0109

Svo er sendur tölvupóstur á kaon@krabb.is með nafni og heimilisfangi þess sem á að fá kortið auk texta sem fer í kortið.

 

Við óskum Einari góðs gengis á göngunni og hvetjum alla til að fylgjast með honum.