Regína lætur af störfum

Félagið þakkar Regínu fyrir vel unnin störf
Félagið þakkar Regínu fyrir vel unnin störf

Regína Ólafsdóttir klínískur sálfræðingur, sem starfað hefur hjá Ráðgjafarþjónustunni undanfarin þrjú ár, mun láta af störfum hjá félaginu í vikunni.

Það hefur verið ómetanlegt fyrir skjólstæðinga félagsins að njóta liðsinnis Regínu auk þess sem hún hefur átt stóran þátt í að móta námskeið og fræðslu fyrir hönd félagsins. Ber þar helst að nefna barnafræðslu, áherslu á fjölskylduviðtöl og þróun sjálfboðaliðastarfs.

Stjórn og starfsfólk þakkar Regínu fyrir góð störf í þágu félagsins og árnum við henni alls hins besta á nýjum vettvangi.