Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2021

Kærar þakkir til allra sem hlupu fyrir okkur í ár!

 

Þann 4. september hlupu 15 einstaklingar fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Þau hlupu 10 km frá afleggjaranum að Kristnesi að Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis, Glerárgötu 34, þar sem að maraþonið fór ekki formlega fram í ár vegna covid.
Þau söfnuðu fyrir félagið 949.000 krónum.

Við erum virkilega þakklát fyrir að einstaklingar velji að hlaupa fyrir okkar félag, því við vitum vel að það eru mörg þörf og góð málefni sem hægt er að styrkja.

Starfssvæði Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis er frá Siglufirði í vestri og austur að Stóru Tjörnum í Fnjóskadal, þó eru allir velkomnir til okkar, líka þeir sem ekki eru innan okkar svæðis. Við bjóðum upp á þjónustu fyrir þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra.  

Félagið er alfarið rekið á styrkjum frá einstaklingum, félagsmönnum, fyrirtækjum og Krabbameinsfélagi Íslands. 
Við tökum alltaf vel á móti nýjum félagsmönnum sem eru nú um 1500 talsins. 
Hægt er að skrá sig sem félagsmann hér.

 

Kæru hlauparar, takk kærlega fyrir ykkar stuðning!

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis