Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram 21. ágúst 2021

Hlaupurum í Reykjavíkurmarmaraþoni Íslandsbanka gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni.

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis hefur skráð sig til leiks sem góðgerðarfélag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Maraþonið er mikilvægur liður í fjáröflun félagsins ár hvert.

Það geta allir fundið vegalengd við hæfi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Maraþon (42,2 km) og hálfmaraþon (21,1 km) er fyrir vana hlaupara, 10 km hlaup eða ganga fyrir öll getustig og 3 km skemmtiskokk.

Nú er um að gera að reima á sig hlaupaskóna og skrá sig til leiks!

Hverjir eru til í að hlaupa með okkur í ár?

Hér er hægt að skrá sig: https://www.rmi.is/skraning