Samúðarþreyta – Fyrirlestur fyrir heilbrigðisstarfsfólk

Samúðarþreyta – Fyrirlestur fyrir heilbrigðisstarfsfólk

Miðvikudaginn 12. apríl býður Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis heilbrigðisstarfsfólki á fyrirlestur um Samþúðarþreytu með Katrínu Ösp Jónsdóttur.

Katrín Ösp er hjúkrunarfræðingur að mennt og fyrrum starfsmaður Krabbameinsfélagssins, í dag vinnur Katrín hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni. Katrín hefur sérhæft sig í starfstengdum áföllum og örmögnun (samúðarþreytu).

Hér má lesa nánar um samúðarþreytu.

https://www.hjukrun.is/library/Timarit---Skrar/Timarit/Timarit-2022/3-tbl-2022/Sam%C3%BA%C3%B0ar%C3%BEreyta.pdf

Fyrirlesturinn er 12. apríl kl. 17:00 í Menningarhúsinu Hofi.

Fyrirlestur og umræður eru um klukkutími, svo verður boðið upp á súpu og brauð.

Þátttaka ókeypis.

Skráning er nauðsynleg, hér er hægt að skrá sig.

Til að fá frekari upplýsingar er hægt að hringja í Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis í síma: 461-1470.

Við hlökkum til að sjá sem flesta heilbrigðisstarfsmenn, ef aðrir hafa áhuga á að mæta er hægt að hafa samband.

 

Fyrirlesturinn er styrktur af Heilbrigðisráðuneytinu.