Sjálfsmildi og slökun fyrir heilbrigðisstarfsfólk – 3. og 4. október

Í tilefni Dekurdaga ætlar Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis að bjóða heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem starfa innan heilbrigðisgeirans að mæta og eiga notarlega stund saman hjá Sjálfsrækt.

Farið verður yfir að sýna sér sjálfsmildi, mikilvægi þess að slaka á og endað á góðri slökun.

Félagið verður á svæðinu með bæklinga og getur veitt upplýsingar.

 

Tvær dagsetningar

3. október kl. 19:00-20:30. Skráning hér. - FULLT

4. október kl. 19:00-20:30. Skráning hér.

 

Hvar: Sjálfsrækt, Brekkugata 3.

Aðstaða: Sjálfsrækt er með fallegan sal með góðum dýnum og púðum svo það ætti að fara vel um alla. Gott er að mæta í þæginlegum fatnaði.

Ekkert þátttökugjald.

Til að fá frekari upplýsingar er hægt að hringja í Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis í síma: 461-1470.

Við hvetjum heilbrigðisstarfsfólk og aðra sem starfa innan heilbrigðisgeirans til að mæta og taka sér tíma til að hlúa að sér.