Sjálfsumhyggja og endurnæring – dekurhelgi á Húsavík 18.–19. febrúar 2023

Sjálfsumhyggja og endurnæring – dekurhelgi á Húsavík 18. – 19. febrúar 2023

​Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis í samstarfi við Sjálfsrækt bjóða upp á dekurhelgi á Húsavík 18.-19. febrúar. Þar gefst tækifæri til að slaka á í nærandi umhverfi og hlaða batteríin. Einstaklingar sem greinst hafa með krabbamein á seinustu tveim árum geta skráð sig og tekið með sér aðstandenda.

 

INNIFALIÐ

  • Dvöl á Fosshótel Húsavík í eina nótt. (Hægt að bóka auka nótt á eigin kostnað, 15.900 kr. per herbergi).
  • Vinnustofa hálfan daginn sem Guðrún og Hrafnhildur hjá Sjálfsrækt sjá um hana. Markmiðið er að næra andann og hlúa að sér.
  • Miðdegishressing.
  • Tveggja rétta kvöldverður á laugardagskvöldinu.
  • Morgunverðarhlaðborð.
  • Aðgangur í Geo Sea sjóböðin.

 

Einstaklingar þurfa að koma sér sjálfir á staðinn.

Þátttökugjald er 5.000 krónur á mann, greiðist við skráningu.  Kt: 520281-0109 , Rn: 0302-22-002474

Takmarkað pláss er í ferðina.

*Ferðin er háð þátttöku, ef ekki næst nægileg þátttaka verður ferðin feld niður.

Til þess að skrá sig er hægt að senda póst á kaon@krabb.is eða hringa í síma: 461-1470. Gefa þarf upp fullt nafn/nöfn, símanúmer og netfang.  Frekari upplýsingar verða gefnar upp við skráningu.

 

Sjálfsrækt var stofnað árið 2019 af þeim Guðrúnu Arngrímsdóttur og Hrafnhildi Reykjalín Vigfúsdóttir og býður upp á alhliða þjónustu í sjálfsrækt. Lykilorð Sjálfsræktar eru hugur, líkami og heilbrigði sem vísa í þá heildrænu nálgun heilbrigðis og vellíðunar sem þjónusta Sjálfsræktar byggir á.