Sjö sjálfboðaliðar formlega kynntir til starfa

Starf félagsins hefur vaxið hratt á undanförnum árum og því er þáttaka sjálfboðaliða ómetanleg.
Það er okkur ánægja að kynna formlega sjálfboðaliðahópinn okkar sem hóf störf núna í janúar eftir að hafa sótt sjálfboðaliðanámskeið hjá félaginu. Starf Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis hefur vaxið hratt á undanförnum árum og því er ómetanlegt að fólk sé tilbúið til þess að leggja félaginu lið. Við erum stolt af þessum flotta hóp og hlökkum til samstarfsins með þeim í vetur.