Skapandi handverk og spjall - hópastarf

Okkur þykir gaman að tilkynna það að við getum hafið hópastarf á ný eftir miklar takmarkanir undanfarið. Hópastarfið mun þó byrja í breyttri mynd.

Skapandi handverk og spjall – hópur fyrir konur sem greinst hafa með krabbamein.

Hópurinn mun byrja á að hittast á fimmtudögum frá kl.14:00 – 15:30. Fjögur skipti í mars mánuði, síðan verður staðan endurmetin eftir það.

Í byrjun hvers tíma mun Katrín, ráðgjafi leiða hópinn af stað með smá fræðslu. Eftir það er spjall og konur eru hvattar til að hafa handavinnu með sér.

Vegna fjarlægðatakmarkana verður hámarksfjöldi í hópastarfi að miðast við 11 manns, þar af leiðandi er fyrirfram skráning.

Til að skrá sig þarf að hringja í síma 461-1470 eða senda póst á kaon@krabb.is. Gefa þarf upp fullt nafn og kennitölu.

Innanhúss er 1 meters regla og grímuskylda, biðjum við ykkur að virða það.

Við hvetjum nýgreynda til að skrá sig.

Frekari upplýsingar um Kátir karlar hópastarf kemur inn seinna í vikunni.

Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis