Tilkynning - starfsmenn vinna heima

Til að efla sóttvarnir hefur Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis tekið ákvörðun um að allir starfsmenn félagsins sinni starfi sínu heima. Þar af leiðir að skrifstofa félagsins verður lokuð um óákveðinn tíma. Sími félagsins verður áfram opinn mánudaga - fimmtudaga klukkan 10:00 - 16:00, auk þess sem hægt er að senda okkur erindi í gegnum kaon@krabb.is. 

Við erum sem áður til staðar fyrir ykkur og hvetjum okkar skjólstæðinga til að hafa samband annaðhvort símleiðis eða í gegnum tölvupóst. Við munum jafnframt birta gagnlegt efni inn á facebook síðu félagsins sem þið getið fundið hér.

Með góðum kveðjum, starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.