Styrkir frá Lions og Minningarsjóði Baldvins

Ingunn Eir Eyjólfsdóttir stjórnar maður KAON tekur á móti styrk frá Lionsklúbbnum Vitaðsgjafa.
Ingunn Eir Eyjólfsdóttir stjórnar maður KAON tekur á móti styrk frá Lionsklúbbnum Vitaðsgjafa.

Undanfarnar vikur hefur Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fengið tvo glæsilega styrki. Þessir styrkir koma sér einstaklega vel þar sem félagið er alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé. þ.e. stuðning frá félagsmönnum, einstaklingum og fyrirtækjum á svæðinu, ásamt rekstrarstyrk og verkefnastyrkjum frá Velunnurum Krabbameinsfélags Íslands.

Annar styrkurinn var frá Lionsklúbbnum Vitaðsgjafa, styrkur að upphæð 500.000 kr.

Styrkurinn var afhentur á 50 ára afmælishátíð klúbbsins í Laugarborg Eyjafjarðarsveit föstudaginn 24. maí.

Hluti af þessum styrk var nýttur til að kaupa og færa öllum leikskólum á starfssvæði Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis sólvarvarnir.

En eitt af markmiðum Krabbameinsfélagsins er að fækka með öflugum forvörnum þeim sem fá krabbamein. Sólarvarnir skipta miklu máli fyrir alla og sérstaklega fyrir börn, sem eru viðkvæmari fyrir sólargeislum en fullorðnir, en skaði af völdum sólar getur leitt til húðkrabbameins síðar á ævinni.

Hér er hægt að lesa nánar um hvernig leikskólabörn geta notið sólarinnar á öruggari hátt.

 

 

Hinn styrkurinn var úr Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar.

Fjórum styrkjum, samtals tveimur milljónum króna, var úthlutað úr Minningarsjóði Baldvins Rúnarssonar þann 31. maí. Þá voru fimm ár síðan Baldvin lést langt fyrir aldur fram, aðeins 25 ára, eftir baráttu við krabbamein.

„Líkt og áður var lögð áhersla á að styrkja málefni sem voru Baldvini hugleikin og styðja þannig það góða starf sem unnið er víða á Akureyri og í nágrenni,“ segir í tilkynningu frá sjóðnum.

Félagið fékk styrk upp á 500.000 kr. sem ætlað er í heilsueflingarsjóð KAON sem er samstarfsverkefni KAON og Minningarsjóðs Baldvins. Markmiðið er að hvetja krabbameinsgreinda til líkamsræktar og auka fræðslustarf um heilsurækt á vegum KAON.

Hér er hægt að kynna sér heilsueflingu KAON.

 

 Mynd: Skapti Hallgrímsson

 

Við erum þessum styrkveitendum ævinlega þakklát fyrir að hugsa til okkar og styrkja.

Með ykkar stuðning getum við haldið okkar mikilvægu starfsemi gangandi. Takk fyrir okkur!