Styrkir í kringum bleikan október 2023

Afhending Dekurdaga styrks
Afhending Dekurdaga styrks

Október er ótrúlega skemmtilegur og líflegur mánuður hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Mánuðurinn er tileinkaður konum sem greinst hafa með krabbamein, bleikur litur er nýttur til þess að minna á málefnið og sýna konum samstöðu og stuðning.  

Stjórn og starfsmenn vilja koma þökkum til allra þeirra einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka sem styrktu félagið. Við upplifðum samhug, stuðning og þakklæti í október.

Styrkirnir koma sér einstaklega vel í rekstri félagsins, sem er alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé, þ.e. stuðning frá félagsmönnum, einstaklingum og fyrirtækjum á svæðinu, ásamt rekstrarstyrk og verkefnastyrkjum frá Velunnurum Krabbameinsfélags Íslands.

Styrkirnir sem félaginu hafa borist í tengslum við Bleikan október eru um 8.5 milljónir !!!  

 

Dekurdagar

Inga Vestmann og Vilborg Jóhannsdóttir standa fyrir Dekurdögum. Dekurdagar hafa verið einn stærsti einstaki bakhjarl félagsins hér á Akureyri undanfarin ár. Styrkurinn var afhentur í Hofi við hátíðlega athöfn og enn og aftur tókst þeim Dekurdagskonum að toppa sig og hljóðaði styrkurinn upp á 5.700.000 kr. sem er algjört met!

Líkamsræktin Bjarg

Líkamsræktin Bjarg var með Bleika helgi í október þar sem safnað var til styrktarfélaginu. Alls söfnuðust 151.270 kr.

 

 

Myntslaufur – Hörður Óskarsson

Hörður Óskarsson smíðar myntslaufur úr gamalli íslenskri mynt og hann styrkir félagið á hverju ári um ágóða af sölunni. Styrkirnir eru veittir í minningu bróðir hans, Sigga. Hörður styrkti félagið um 222.500 kr í ár en þetta er líka fyrsta árið þar sem slaufurnar voru í sölu hjá Krabbameinsfélagi Íslands og fór hluti af ágóða sölurnar til félagsins þar.

 

 

Blikkrás

Það ættu allir að vera farnir að þekkja bleiku skóhornin frá Blikkrás. Í ár fékk félagið 50.000 kr. styrk frá þeim.

 

Styrkur frá hjónunum Elíasi og Agnesi Eyfjörð

Elías Örn Óskarsson bjó til hníf sem hann setti á uppboð á Facebook. Hnífurinn seldist á 100.000 kr og svo bættu þau hjónin við upphæðina. Styrkurinn var afhentur í minningu Sigga bróðir Elíasar og Gumma bróðir Agnesar. Styrkur 200.000 kr.

 

 

Styrkur til minningar um Aðalbjörgu Hafsteinsdóttur

Hólmfríður Jóhannsdóttir afhenti félaginu styrk að upphæð 370.000 kr.  sem safnaðist í tengslum við minningartíma um Aðalbjörgu Hafsteinsdóttur jógakennara og líkamsræktarfrömuðar á Akureyri. Aðalbjörg lést 8. ágúst síðastliðinn eftir langa baráttu við brjóstakrabbamein.

 

 

Húmar að kveldi í Lystigarðinum

Húmar að kveldi, harmonikkutónleikar og söngur með Hrund Hlöðversdóttur. Aðgangseyrir að tónleikunum rann til félagssins 100.000 kr.

 

Píludeild Þórs

Píludeild Þórs hélt skemmtimót fyrir konur í tilefni af bleikum október. Það mættu 46 konur til að keppa í pílu og greiddu þátttökugjald sem var 1.000 kr. sem rann til félagsins. Píludeild Þórs vildi rúmlega tvöfalda styrkinn og því var félagið styrkt um 100.000 kr.

 

 

Lindex Akureyri

Lindex hefur seinustu ár styrkt vel við átak Bleiku slaufunnar með rausnarlegum styrkjum. Í ár fór allur ágóði af sölu fjölnotapoka hjá Lindex á Akureyri til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og safnaðist 319.419 kr.

 

 

Bleikar messur

Það er farið að tíðkast að hafa bleikar messur í október bæði í Akureyrarkirkju og Glerárkirkju. Tekið var á móti frjálsum framlögum sem runnu til félagsins. Í Akureyrkirkju var einnig uppboð á bleikum trefil sem frábærar konur hekluðu og var hann seldur fyrir 101.000 kr.

 

Fleiri styrkir sem við þökkum kærlega fyrir

 

Kvenfélagið Baugur 50.000 kr.

Kvenfélag Fnjóskdæla 20.000 kr.

Kvenfélag Svalbarðsstrandarhrepps 100.000 kr.

Starfsmannafélag Giljaskóla 30.000 kr.

Lionsklúbburinn Hængur 200.000 kr.

Hagkaup 400.000 kr.

Vinkonurnar Amanda og Monika 2.579 kr.

Slysavarnardeild Dalvíkur 76.000 kr.

Gjöf frá einstakling 200.000 kr.

Tveiten systur.

Kaffibrennslan - Kaffi á viðburði.

Ölgerðin - Kristall á viðburði.

 

Enn og aftur, takk fyrir okkur!