Styrktartónleikar til minningar um Erlu Stefánsdóttur

Styrktartónleikar til minningar um Erlu Stefánsdóttur

Fimmtudagskvöldið 4. apríl voru haldnir tónleikar á Græna hattinum þar sem Erlu Stefánsdóttur var minnst. Söngkonan Erla Stefánsdóttir frá Akureyri er án efa þekktust fyrir flutning sinn á laginu Lóan er komin, sem kom út á sjöunda áratugnum. Hún söng þó inn á fjölmargar plötur á ferli sínum og skemmti víða um land með ýmsum hljómsveitum.

Þau sem fram komu á tónleikunum á Græna hattinum voru Erla, Loki og Bjarmi, barnabörn Erlu ásamt flottum hljóðfæraleikurum.

Allur ágóðinn af tónleikunum rann til Krabbameinsfélags Akureyar og nágrennis.

Við hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis þökkum kærlega fyrir ómetanlegan stuðning við starf félagsins.