Styrkur frá góðum vinum

Við hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis fengum skemmtilega heimsókn í síðustu viku frá hjónunum Gústaf Baldvinssyni og Önnu Gunnlaugsdóttur, ásamt vini þeirra Þorsteini Má Baldvinssyni. 

Þau færðu félaginu höfðinglega peningagjöf að upphæð 1.500.000 kr. 
Þessi gjöf mun koma sér vel í rekstri félagsins, sem er alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé, þ.e. stuðning frá félagsmönnum, einstaklingum og fyrirtækjum á svæðinu, ásamt rekstrarstyrk og verkefnastyrkjum frá Velunnurum Krabbameinsfélags Íslands.

Á myndinni eru hjónin Gústaf og Anna, ásamt Jenný, ráðgjafa hjá félaginu.

Takk kærlega fyrir okkur :)