Styrkur frá Norðurorku

Á myndinni má sjá styrkþega, eða fulltrúa þeirra, ásamt Helga Jóhannessyni forstjóra Norðurorku og I…
Á myndinni má sjá styrkþega, eða fulltrúa þeirra, ásamt Helga Jóhannessyni forstjóra Norðurorku og Ingibjörgu Ólöfu Isaksen stjórnarformanni, að lokinni úthlutun. Mynd: Auðunn Níelsson.

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fékk á dögunum styrk frá Norðurorku.

Miðvikudaginn 24. febrúar úthlutaði Norðurorka styrkjum til samfélagsverkefna á svæðinu. Markmið með styrkjum Norðurorku er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi. Alls bárust 82 umsóknir og að þessu sinni voru 34 verkefni sem hlutu styrk.

Afhending styrkjanna fór framm í menningarhúsinu Hofi á Akureyri og Eva Björg Óskarsdóttir starfsmaður félagsins tók við styrknum fyrir hönd félagssins.

Félagið fékk styrkinn fyrir verkefninu Börn sem aðstandendur, en félagið hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að hlúa vel að börnum. Styrkurinn mun tryggja faglega þjónustu til barna á Norðurlandi sem eiga nákomna með krabbamein eða hafa misst nákominn af völdum Krabbameins.

Það er kærkomið fyrir félagið að fá styrk fyrir svona þörfu og mikilvægu málefni sem börnin eru. Við þökkum Norðurorku kærlega fyrir að styrkja okkur í því starfi sem við sinnum í þágu samfélagsins og stuðninginn í gegnum árin.

 

Á myndinni má sjá Evu Björg fyrir hönd félagssins, ásamt Helga Jóhannsessyni forstjóra Norðurorku. Mynd: Auðunn Níelsson.

Á myndinni má sjá Evu Björg fyrir hönd félagssins, ásamt Helga Jóhannsessyni forstjóra Norðurorku.

Mynd: Auðunn Níelsson.