Styrkur frá Stefaníu

Á dögunum kom Stefanía Tara Þrastardóttir og færði Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk að upphæð 477.000 kr. sem safnaðist með sölu á bleikum varning í október.

Þetta hafði Stefanía um verkefnið að segja:

„Þetta var náttúrulega algjörlega gert fyrir Mömmu, þar sem hún hefur notið mjög góðs af starfi KAON í gegnum öll sín veikindi. Og þetta hefði ekki verið gerlegt nema með dyggri aðstoð frá Mömmu og Danna mínum, en þau láta sér fátt um finnast þegar Stebbu Stuð dettur eitthvað í hug, segja bara já og amen og græja og gera allskonar með mér. Takk fyrir að hjálpa mér að styrkja KAON!“

Starfsmenn og stjórn þakka Stefaníu og fjölskyldu kærlega fyrir ómetanlegan styrk.