Súpukvöld fyrir heilbrigðisstarfsfólk í boði Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis & NorðanKrafts

Fimmtudaginn 13. október ætlar Krabbameinsfélag Akureyrar og NorðanKraftur að bjóða heilbrigðisstarfsfólki á kynningarkvöld. Starfsemi félaganna verður kynnt og boðið verður upp á súpu og brauð. 

 

Hvenær: 13. október kl: 18-20

Hvar: Garún í Menningarhúsinu Hof

Veitingar: Grænmetissúpa/Gúllassúpa og brauð

Skráning: Til þess að áætla fjölda þarf að skrá sig á viðburðinn sem er gert hér.

 

Til að fá frekari upplýsingar má hringja í Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis í síma 461-1470.

 

Við hlökkum til að sjá sem flesta heilbrigðisstarfsmenn.

 

Kær kveðja, Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis & NorðanKraftur