Takk fyrir frábært Kótilettukvöld!

Fimmtudaginn 17.mars hélt Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis Kótilettukvöld í tilefni Mottumars, til styrktar félaginu.

Miðasalan gekk vonum framar og var uppselt í 150 sæti.
Viðburðurinn var haldinn á Vitanum mathús og heppnaðist mjög vel, takk kærlega fyrir komuna öll sem eitt!

Boðið var upp á kótilettuveislu með kótilettum frá Kjarnafæði/Norðlenska, meðlæti frá styrktaraðilum og hægt var að kaupa sér auka drykki á barnum.

Oddur Bjarni veislustýrði og sá til þess að allir fóru hlæjandi heim.

Karlakór Eyjafjarðar tók nokkur lög.

Maron Björnsson sagði okkur reynslusögu sína og minni karlmenn á að fara til læknis ef þeir verða varir við einkenni!

Geir Gunnar Markússon, var með okkur í gegnum zoom þar sem hann komst ekki norður vegna veðurs.  Fræðsluerindi hans var um heilbrigðan lífsstíl og mátt matarins.  Geir Gunnar er næringarfræðingur og einkaþjálfari sem starfar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og einnig á eigin vegum við fræðslu- og ritstörf.

Í lokin mætti Ívar Helgason og tók nokkur lög fyrir ásamt Oddi Bjarna og slóu þeir í gegn.

Boðið var upp á happdrætti með glæsilegum vinningum.  Aðgangsmiðinn var happdrættismiði en einni vorum við með 150 auka miða til sölu sem seldust allir upp, enda til mikils að vinna.

Á viðburðinum voru seldir mottumarssokkarnir og Hörður frá (fb síða) seldi vörur úr gamalli mynt til styrktar félaginu og fékk hann góðar móttökur

Lionsklúbburinn Hængur hafði samband því þeir höfðu áhuga á að koma en voru með fund á sama tíma, til þess að leggja sitt af mörkum styrktu þeir viðburðinn um 150.000 kr.
Við sögðum frá þessu á kótilettukvöldinu og þökkum kærlega fyrir stuðninginn! 

KEA, Kótilettufélag eðal Akureyringa, áttu góða mætingu á kótilettukvöldið okkar og færðu félaginu peningagjöf að andvirði 100.000 kr, við þökkum þeim einnig kærlega fyrir að hugsa svona fallega til okkar og taka þátt í okkar kótilettukvöldi.

 

Styrktaraðilar kvöldsins:

  • Innnes
  • Nói Síríus
  • Kaffibrennslan
  • MS
  • Kartöflusalan Þórustöðum
  • kartöflur frá Sílastöðum
  • Kjarnafæði/Norðlenska
  • Ölgerðin
  • Matur og mörk
  • Ekran
  • Grand þvottur
  • Vitinn Mathús
  • Velunnarasjóður
  • Heilbrigðisráðuneytið vegna fræðsluerindis
  • Rakarastofa Akureyrar
  • Bónstöð Jonna
  • Marta Kristín förðunarfræðingur
  • Geosea
  • Sjálfsrækt
  • Hrönn Einarsdóttir myndlistakona
  • Niceair
  • Olís
  • Tölvutek
  • Eldhaf
  • Veiðiríkið
  • Heimilistæki
  • Lífland
  • JMJ
  • Aurora restaurant á icelandair hotel Akureyri
  • Hlíðarfjall
  • Útisport
  • Heilsu og sálfræðiþjónustan
  • Skíðasvæðið Skarðsdal Siglufirði
  • Hamborgarafabrikka, Blackbox, Múlaberg og Lemon

 

Starfsfólk og stjórn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis þakkar öllum kærlega fyrir komuna og stuðninginn!

 

Við minnum á greiðsluupplýsingar félagsins ef einhverjir áttu eftir að millifæra fyrir aðgangsmiða,
happdrættismiða eða mottumarssokkum:

Kt. 520281-0109
Rn. 0302-13-301557
Skýring: Kótilettur