Tilkynning frá félaginu

Í ljósi þess að nú er fjölgun á Covid-19 smitum í samfélaginu vilja starfsmenn félagsins koma eftirfarandi skilaboðum til skjólstæðinga og gesta:

Skapandi handverk og spjall fellur niður

Næstkomandi fimmtudag, 24. september, fellur Skapandi handverk og spjall niður. Er það gert með hag skjólstæðinga félagsins í huga þar sem ekki þykir ráðlegt að stofna til hópamyndunar innan þjónustumiðstöðvarinnar. Við munum meta stöðuna aftur að viku liðinni.

Ráðgjöf og stuðningur  
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis leggur áfram áherslu á að veita krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra ráðgjöf og stuðning í formi viðtala. Boðið er upp á viðtöl í þjónustumiðstöð félagsins, símleiðis eða í gegnum fjarfundabúnaðinn Kara Connect ef óskað er eftir því. Tímapantanir eru í síma 461-1470.
Viðtöl og sóttvarnir  

Lögð er áhersla á að viðhalda góðum sóttvörnum við móttöku gesta og skjólstæðinga í þjónustumiðstöð félagsins. Viðtöl fara fram í rúmgóðu herbergi þar sem auðvelt er að lofta út og halda viðunandi fjarlægð, að auki er ráðgjafi með maska á meðan viðtali stendur.

Tilmæli til gesta og skjólstæðinga

Við viljum biðja gesti og skjólstæðinga félagsins að virða eftirfarandi tilmæli: 

  • Endurbókið viðtalstíma ykkar verðið þið vör við minnstu flensueinkenni
  • Passið handþvott og notið handspritt við komu í þjónustumiðstöð
  • Virðið ósk starfsmanna um fjarlægðarmörk
  • Við mælum með að fólk hlaði niður Rakning-C19 appinu svo hægt sé að greina ferðir einstaklinga og rekja saman við ferðir annarra þegar upp kemur smit eða grunur um smit

Við þökkum fyrir auðsýndan skilning í þessum aðstæðum og fullvissum ykkur um að viðbúnaður hjá félaginu miðar alltaf að hag þeirra sem við þjónum.

Með bestu kveðju, starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis