Tímabókanir hjá félagsráðgjafa - 5. júní

Mánudaginn 5. júní verður Harpa Ásdís félagsráðgjafi hjá ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins hjá okkur á Akureyri.

Þeir sem hafa áhuga og geta nýtt sér þessa þjónustu er bent á að bóka viðtal í síma 461-1470 eða senda póst á kaon@krabb.is. Gefa þarf upp nafn og símanúmer.

Harpa sinnir félagsráðgjöf og hefur lokið viðbótarnámi í hugrænni atferlismeðferð og hefur mikla reynslu á að vinna með kvíða og þunglyndi.