Tímabókanir hjá sálfræðing 26. sept og 27. sept

Starfsfólk Ráðgjafarþjónustunnar
Starfsfólk Ráðgjafarþjónustunnar

Tímabókanir hjá sálfræðing 26. sept og 27. sept

Þriðjudaginn 26. september og miðvikudaginn 27. september verður Jóhann B. Arngrímsson sálfræðingur hjá ráðgjafarteymi Krabbameinsfélags íslands hjá okkur á Akureyri.

Þeir sem hafa áhuga og geta nýtt sér þessa þjónustu er bent á að bóka viðtal í síma 461-1470 eða senda póst á kaon@krabb.is.

Gefa þarf upp nafn og símanúmer.

Markmið Ráðgjafarþjónustunnar er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi í lífinu eftir þær breyttu aðstæður sem greining krabbameins veldur. Hjá Ráðgjafarþjónustunni er boðið upp á fræðslu, viðtöl, faglega ráðgjöf, djúpslökun, ýmis námskeið og hagnýtar upplýsingar um réttindi fólks með krabbamein.