Flottar stúlkur söfnuðu fyrir félagið

Emilía Ósk, Sigrún Dania og Regína Diljá.
Emilía Ósk, Sigrún Dania og Regína Diljá.

Á dögunum komu til okkar flottar stúlkur til að afhenda styrk til félagsins.

Þær Emilía Ósk, Sigrún Dania og Regína Diljá héldu tombólu og ákváðu að láta ágóðann renna til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Alls söfnuðu þær 11.218 kr,- en sú upphæð getur t.a.m. staðið straum af kostnaði við gistingu fyrir krabbameinsgreinda á sjúkrahóteli í Reykjavík í sjö nætur. 

Við þökkum stúlkunum hjartanlega fyrir þeirra framlag til félagsins og þar með til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra.