Út í lífið - Konur

Námskeið fyrir konur sem greinst hafa með krabbamein og eru að ljúka eða hafa nýlega lokið krabbameinsmeðferð.

Námskeiðið er byggt á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) og í tímum er farið í grunnatriði HAM, núvitund og fleira sem viðkemur því að greinast með krabbamein.

Hópurinn hittist á fimmtudögum frá kl. 10.00 -11.30. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 21. mars og er vikulega til 16. maí.

Leiðbeinendur eru Regína Ólafsdóttir sálfræðingur og Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur.

Hámark 10 manns í hóp, skráning og spurningar á netfangið reginaola@krabb.is
eða í síma 461-1470 milli kl.13-16 fyrir 14. mars.