Velkomin á LÝSU Rokkhátíð samtalsins 6. og 7. september 2019 í Hofi Akureyri

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis ásamt Krabbameinsfélagi Íslands tekur þátt í LÝSU rokkhátíð samtalsins sem fer fram dagana 6. og 7. september 2019 í Hofi Akureyri.

Fyrri viðburðurinn fer fram föstudaginn 6.september kl.11:15 í Lundi í Hofi. 

Fyrirlesturinn: Má maður aldrei neitt? 

Við vitum flest að sígarettur, áfengi og sólböð eru ekki holl blanda… En við vitum kannski minna um aðra þætti sem hafa áhrif á heilsu. Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fjallar um lífsstíl til að minnka líkurnar á krabbameini. Fyrirlestur fyrir alla, á mannamáli. Enginn aðgangseyrir, komdu og vertu með í samtalinu.

Hér má finna viðburðinn á facebook. 

 

Seinni viðburðurinn fer fram laugardaginn 7.september kl.13:00 í Dynheimum, 2.hæð í Hofi. 

Ef þú googlar “nutrition and cancer” færðu yfir 276 milljón niðurstöður. Margar eru sem betur fer góðar, aðrar ruglingslegar og sumar hreinlega rangar. Hverju á að taka mark á?

Birna Þórisdóttir, næringarfræðingur hjá Krabbameinsfélagi Íslands, leiðir þátttakendur í gegnum “næringarfrumskóginn”, gefur hagnýt ráð og leitar svara við algengum spurningum um mataræði sem minnkar líkur á krabbameinum og endurkomu. Fyrirlestur fyrir alla, á mannamáli. Enginn aðgangseyrir, komdu og vertu með í samtalinu. 

Hér má finna viðburðinn á facebook. 

Frekari upplýsingar um hátíðina má finna hér: https://www.lysa.is/