Vorferð fimmtudagshópsins 2022

Hópurinn Skapandi handverk og spjall er búinn að vera mjög duglegur að hittast hjá okkur en hópurinn er fyrir konur sem greinst hafa með krabbamein. Hópurinn hefur verið að hittast einu sinni í viku á fimmtudögum en er nú kominn í sumarfrí til 1. september. Í seinustu viku fór hópurinn ásamt starfsfólki í vorferð til þess að gleðjast saman fyrir sumarfrí. Ákveðið var að taka dagsferð um Mývatnssveit og stoppað var sem dæmi við Goðafoss, farið á Fuglasafn Sigurgeirs og fengið sér hressingu á kaffiteríunni hjá Jarðböðunum. Hópurinn fékk frábært veður svo hægt var að njóta þess að vera úti.  

Félagið þakkar hópnum fyrir frábæran dag.

Við viljum benda á að hópurinn Kátir karlar sem er fyrir karla sem greinst hafa með krabbamein er einnig kominn í sumarfrí og ætlar að byrja aftur um miðjan september.