Yoga nidra hádegisslökun 27. apríl
			
					25.04.2022			
	
	Í hádeginu á miðvikudaginn, 27. apríl, ætlar Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis að bjóða skjólstæðingum sínum og aðstandendum upp á Yoga nidra hádegisslökun.
Hildur Elínar Sigurðardóttir leiðir tímann.  Yoga nidra er djúpslökun/liggjandi hugleiðsla.
Hildur er kennari, Yoga Nidra kennari og starfar einnig með Reiki heilun.
Mælt er með því að mæta með teppi og kodda, dýnur eru á staðnum.
Tíminn verður 27.apríl, kl 12:10, í húsnæði félagsins, Glerárgötu 34, 2. hæð.
Skráning er í síma 461-1470 eða með tölvupósti á kaon@krabb.is.
 
									