Yoga nidra slökunar námskeið

Yoga nidra slökun - námskeið

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður félagsmönnum og aðstandendum þeirra upp á fjögurra tíma Yoga nidra slökunar námskeið.

“Yoga nidra er oft kallað jógískur djúpsvefn. Þátttakendur eru leiddir í djúpa slökun um allan líkamann til endurnæringar, hvíldar og jafnvægis. Ferðast er inn fyrir lög hugans að kyrrðarpunkti þar sem einfaldleikann er að finna. Leitast er við að gefa eftir inn í eðlilega virkni öndunarfæranna og losa spennu og streitu sem kann að vera til staðar eftir langvarandi óreglulegt og grunnt öndunarmynstur. Legið er á dýnu með teppi”.

Fyrirkomulag: Einu sinni í viku, á miðvikudögum, hefst 17 nóvember og lýkur 8. desember. Fjögur skipti í heildina. Frá kl. 18:30-19:30.

Staðsetning: Lyngholt 20, 603 Akureyri – Ómur Yoga & Gongsetur.

Kennari: Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir.

Verð: frítt, námskeiðið er kostað af Minningarsjóði Baldvins.

Skráning: Á kaon@krabb.is eða í síma 461-1470. Gefa þarf upp fullt nafn, netfang og símanúmer. Takmarkað pláss í boði.