Hrúturinn

Hrúturinn er árvekniátak haldið af Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis (KAON) í samstarfi við Akureyrarbæ og Krabbameinsfélag Íslands í mars. Í tengslum við átakið heldur félagið málþing í Hofi sem ber yfirskriftina Karlar og Krabbamein með áherslu á hreyfingu sem forvörn. Í kringum málþingið verða ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækja í bænum. Hér má sjá dagskrá Hrútsins: 

 

Hrúturinn - Málþing í Hofi - Karlmenn og krabbamein

Fimmtudagurinn 5. mars 2020 - dagskrá í Hofi

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður til málþings í Hofi, yfirskriftin er Karlar og krabbamein með áherslu á hreyfingu sem forvörn. Viðburðurinn er opinn öllum.

Málþing - Karlar og krabbamein

16:00 - Dagskrá hefst í Hamragili, heilsufarsmælingar, fræðsla (þreifað á pungnum) og kynning á vegum Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Karlakór Eyjafjarðar kemur og tekur nokkur lög.

17:00 - Málþing um Karla og Krabbamein sett í Hömrum, vestursal. Fundarstjóri er Friðbjörn Reynir Sigurðsson, lyf- og krabbameinslæknir. 

  • Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis setur málþingið
  • Ásthildur Sturludóttur, bæjarstjóri Akureyrar - Opnunarávarp
  • Sólmundur Hólm - Gamanmál
  • Guðmundur Otti Einarsson, sérfræðingur í almennum lyflækningum og meltingarfæra- og lifrarsjúkdómum - Margt býr í myrkrinu, illkynja æxli í ristli
  • Þorgnýr Dýrfjörð, heimspekingur - Lífsfylling og gildi vináttunnar
  • Birkir Baldvinsson - Smá ves, ég er með krabba
  • Sigrún Elva Einarsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og forvörnum - Er ekki málið að láta bara tékka?
  • Sólmundur Hólm - Gamanmál 
  • Málþingi slitið 

 

Málþingið er styrkt af Norðurorku og KEA.

 

 

Kótilettukvöld og uppboð til styrktar KAON á vegum EyrinnarKótilettukvöld & uppboð kl. 19:00

Í beinu framhaldi af málþinginu verður Eyrin, veitingastaður í Hofi, með kótilettukvöld þar sem allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Veislustjóri verður vandræðaskáldið Vilhjálmur Bragason sem kemur einnig til með að stýra uppboði á ýmsum varning til styrktar Krabbameinsfélaginu.

Verð á mann er 5.000,- kr. drykkir seldir sér. Bókanir eru í síma 460-0660 eða í gegnum þennan link. 

Sjá viðburðinn á Facebook þar sem hægt verður að fylgjast með hvaða græjur og dót verða á uppboðinu.

Kótilettukvöldið er styrkt af Sölufélagi Garðyrkjumanna, Mjólkursamsölunni og Ásbjörn Ólafsson ehf.

 

 

Hrútar á hreyfingu í World ClassLaugardagur 7. mars - Hrútar á Hreyfingu

World Class

Það verður líf og fjör í World Class, bæði við Skólastíg og Strandgötu, þar sem verða sérstakir góðgerðatímar til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Tekið verður á móti frjálsum framlögum til styrktar félaginu. 

Kl: 09:15 - Spinning við Skólastíg. 

Kl. 12:00 - Zumba við Strandgötu. 

Skráning í tímana fer fram í gegnum S: 461-4440 eða í gegnum vef WorldClass fyrir þá sem eiga kort.
Starfsmenn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis verða á staðnum með fræðslu og sjálboðaliðar dreifa drykkjum og orkustöngum.


Viðburðurinn er í boði World Class og styrktur af Mjólkursamsölunni, Ölgerðinni og Core. 

 

Allan mars - Eyrarskokk

Í tilefni af Mottumars bjóða Eyrarskokkarar nýja karlmenn velkomna í hópinn og geta þeir æft endurgjaldslaust í mars. Æfingar eru að öllu jöfnu á eftirfarandi stöðum: Frá sundlaug Akureyrar á mánudögum kl. 17:15, frá Hamri/Þórsvelli á miðvikudögum kl. 17:15 og frá World Class Strandgötu á laugardögum kl. 09:30.

UFA Eyrarskokk er félagsskapur hlaupara af öllum stærðum, gerðum og getustigum. Á hverri æfingu er hægt að velja um misþungt prógram svo allir eiga að geta fundið æfingar við hæfi.

Nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum netfangið ufaeyrarskokk@gmail.com, eða hjá Rannveigu í síma 8647422.

 

 

Aur fyrir eista! AUR FYRIR EISTA!

Aur fyrir eista er áheitasöfnun til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis og renna framlögin beint til starfsemi félagsins. Upphafsmenn söfnunarinnar eru starfsmenn Fasteignasölu Akureyrar sem óskuðu eftir því að fá að styrkja félagið um ákveðna upphæð fyrir hvert eista hjá fyrirtækinu. Í framhaldinu skoruðu þeir á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama í tilefni af Hrútnum.

Starf Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis byggir að mestu á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja og því erum við þakklát öllum þeim sem vilja leggja okkur lið. Fyrir þá sem vilja taka þátt í áheitasöfnuninni bendum við á reikning félagsins: 


Kt: 520281-0109
Rkn: 0302-26-081408
Skýring: Aur fyrir eista

Þau fyrirtæki sem eru með Facebook reikning geta óskað eftir því að fá myndina hér til hliðar senda til að birta á sínum miðlum og jafnvel skora á önnur fyrirtæki að taka þátt!  

 

Hrútaklútar

Annað árið í röð hefur JMJ látið sauma sérstaka Hrútaklúta sem seldir eru í verslun JMJ og verða ennfremur til sölu á málþinginu í Hofi 5. mars. Allur ágóði af sölu þeirra rennur óskiptur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Þeir sem vilja panta klúta til að gefa starfsmönnum sínum eða nota á annan hátt eru vinsamlegast beðnir að senda tölvupóst á netfangið kaon@krabb.is.