Skattafrádráttur vegna styrkja til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis

 

Nú geta þeir sem styrkja Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fengið skattafrádrátt þar sem félagið er á almannaheillaskrá Skattsins. Þetta á við þá sem hafa styrkt félagið frá og með 25. apríl 2022. Þetta eru stór tímamót sem staðfesta mikilvægi félaga sem starfa að samfélagslegum framförum og treysta á stuðning almennings. Til þess að fá skattafrádrátt þarf einstaklingur að gefa a.m.k.10.000 krónur á ári til félaga sem eru á almannaheillaskrá. Hér er listi yfir félög sem eru á almannaheillaskrá.

Hér eru helstu upplýsingarnar en nánari upplýsingar má finna á rsk.is

  • Einstaklingur getur fengið skattfrádrátt (lækkun á tekjuskattsskattstofni) allt að 350 þús. krónum á ári, vegna gjafa og framlaga til félaga sem eru á almannaheillaskrá.
  • Einungis gjafir og framlög án gagngjalds veita skattaafslátt hjá einstakling. Kaup á happdrættismiðum eða önnur framlög sem leiða til gagngjalds veita ekki skattaafslátt.
  • Til þess að einstaklingur fái frádrátt þurfa gjafir/framlög hans á árinu að vera a.m.k. 10 þúsund krónur. Hámarks frádráttur er 350 þúsund krónur. Frádráttur þessi er ekki millifæranlegur hjá hjónum/sambúðarfólki.
  • Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis sér um að skila upplýsingum um styrki til Skattsins árlega. Frádráttur verður áritaður á framtöl gefenda (reitur 155 á tekjusíðu framtals). Þetta á við styrki sem bárust frá og með 25. apríl 2022.

 

Hér er hægt að sjá leiðir til þess að styrkja félagið. Endilega hafið samband ef þið viljið frekari upplýsingar á kaon@krabb.is eða í síma 461-1470.

 

Takk allir sem styrkja Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.