Reykjavíkur maraþon Íslandsbanka - „Ég hleyp af því ég get það“

Reykjavíkur maraþon Íslandsbanka - „Ég hleyp af því ég get það“ 

 

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019 fer fram þann 24.ágúst og verður þetta í þrítugasta og sjötta sinn sem hlaupið er haldið. Boðið er uppá vegalengdir fyrir alla aldurshópa og getustig.

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis hefur skráð sig til leiks sem góðgerðarfélag svo nú er um að gera að reima á sig hlaupaskóna.

Hverjir eru til í að hlaupa með okkur í ár?

Endilega kynnið ykkur málið og skráið ykkur til leiks hér.

Hér má sjá þá sem þegar hafa skráð sig til hlaups fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Einnig er hægt að heita á hlauparana og þannig hjálpa þeim að ná markmiðum sínum.

Einkunnarorð Krabbameinsfélagsins „Ég hleyp af því ég get það“ eru fengin að láni frá Gunnari Ármannssyni sem er einstakur hlaupagarpur sem þekkir þá áskorun vel að glíma við krabbamein sem sjúklingur og sem aðstandandi.

Sögu Gunnars má lesa hér.

Krabbameinsfélagið mun gefa hlaupurum bönd með þessum slagorðum á skráningarhátíðinni Fit & Run í Laugardalshöll 22. og 23. ágúst.

 

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis hefur alla tíð notið velvildar almennings og fyrirtækja í formi beinna styrkja og annars fjárhagslegs stuðnings. Sá stuðningur er grundvöllur þess að félagið geti starfað og erum við ákaflega þakklát öllum þeim sem leggja sitt af mörkum til félagsins.